Hvers vegna á að takmarka niðurfellingu virðisauka á rafbíla við 6 milljóna bíla?

Ég og kona mín búum á Siglufirði. Gamall draumur að rætast að fá okkur rafbíl. Eini bíllinn sem kom til greina sem hélt hleðslu milli Siglufjarðar og Reykjavíkur eða Siglufjarðar og Norðfjarðar var Tesla. Aðrir rafbílar halda ekki nægu rafmagni þessar leiðir aðgangur að hleðslu á leiðinni ekki alltaf auðveldur. Við þurfum því að fjárfesta í dýrari bíl en kostar 6 mílljónir sem virðist vera viðmiðun þeirra sem vilja fella niður virðisauka við kaup á rafbílum. Okkar niðurstaða var að ef við ætluðum að fjárfesta í rafbíl og byggjum út á landi, þetta nokkur hundruð kílometra frá höfuðborginni þá þarf að fjárfesta í Teslu og ég held að það gildi um landsbyggðarfólk sem vill fara í rafbíla og leggja þannig sitt af mörkum varðandi útblástursmengun. Mér finnst rökleysa að halda niðurfellingu virðisaukaskatts við bíla sem eru ódýrari en 6 milljónir og líklegt til þess fallið að fæla landsbyggðarfólk frá rafbílakostum sem gætu dugað þeirra þörfum. Við ætlum samt að fjárfesta í Teslu og gerum það þó við borgum þennan virðisaukaskatt en ég vildi að fleiri í dreifbýlinu sæu þennan kost og gætu hugsað sér að gera svipað.


mbl.is Rafbílasala myndi stöðvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Valþór Stefánsson

Höfundur

Valþór Stefánsson
Valþór Stefánsson
Læknir á Siglufirði. Heimilislæknir og dæmigerður dreifbýlislæknir. Mikill áhugamaður um rafbílavæðingu landsins og ásamt eiginkonu sett í forgang að fá okkur rafbíl þrátt fyrir flækjustig í dreifbýli.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband